Friðrik áfram í Grindavík 22. apríl 2009 20:00 Friðrik Ragnarsson Mynd/E.Stefán Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur komist að samkomulagi við Friðrik Ragnarsson um að halda áfram að þjálfa karlalið félagsins á næsta tímabili. Grindvíkingar voru sterkir undir stjórn Friðriks í vetur og voru einni sókn frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. "Við erum búnir að handsala það að ég taki næsta vetur," sagði Friðrik í samtali við Vísi. Friðrik á von á að Grindavíkurliðið verði að mestu óbreytt næsta vetur. "Ég hugsa að við verðum með svipaða beinagrind og í fyrra. Brenton Birmingham og Arnar Freyr Jónsson verða áfram hjá okkur og ég hugsa að Páll Axel verði það líka. Eini maðurinn sem við missum er Páll Kristinsson," sagði Friðrik. Nick Bradford fór á kostum með liði Grindavíkur á vordögum og Friðrik segir Grindvíkinga hafa hug á að fá hann aftur næsta vetur. Það sé þó háð því hvort leikmaðurinn fái tilboð annars staðar frá. Friðrik hlakkar mikið til næsta vetrar með Grindavík. "Ég er mjög kátur að halda áfram og halda svipuðu liði, svo við reynum að spenna bogann aftur hátt. Ég hefði viljað enda þetta tímabil með titli en KR-liðið var auðvitað rosalega sterkt. Þessi úrslitasería var bara hágæðakörfubolti og vonandi getum við boðið upp á eitthvað svipað á næsta ári," sagði Friðrik. Dominos-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur komist að samkomulagi við Friðrik Ragnarsson um að halda áfram að þjálfa karlalið félagsins á næsta tímabili. Grindvíkingar voru sterkir undir stjórn Friðriks í vetur og voru einni sókn frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. "Við erum búnir að handsala það að ég taki næsta vetur," sagði Friðrik í samtali við Vísi. Friðrik á von á að Grindavíkurliðið verði að mestu óbreytt næsta vetur. "Ég hugsa að við verðum með svipaða beinagrind og í fyrra. Brenton Birmingham og Arnar Freyr Jónsson verða áfram hjá okkur og ég hugsa að Páll Axel verði það líka. Eini maðurinn sem við missum er Páll Kristinsson," sagði Friðrik. Nick Bradford fór á kostum með liði Grindavíkur á vordögum og Friðrik segir Grindvíkinga hafa hug á að fá hann aftur næsta vetur. Það sé þó háð því hvort leikmaðurinn fái tilboð annars staðar frá. Friðrik hlakkar mikið til næsta vetrar með Grindavík. "Ég er mjög kátur að halda áfram og halda svipuðu liði, svo við reynum að spenna bogann aftur hátt. Ég hefði viljað enda þetta tímabil með titli en KR-liðið var auðvitað rosalega sterkt. Þessi úrslitasería var bara hágæðakörfubolti og vonandi getum við boðið upp á eitthvað svipað á næsta ári," sagði Friðrik.
Dominos-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira