Kovalainen og Sutil sneggstir í nótt 2. október 2009 07:02 Adrian Sutil á Force India var fljóastur í bleytunni á Suzuka brautini í morgun. mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt. Bleyta var á báðum æfingum og brautin í rauninni meira og minna á floti á seinni æfingunni. Hún var svo mikil um tíma að ekki var hægt að keyra hana í klukkutíma, af þeim 90 mínútum sem ökumenn fengu til umráða. Kovalainen náði sínum besta tíma á fyrri æfingunni þegar brautin var að þorna, en Sutil ók hraðast allra á flughálli brautinni á seinni æfingunni. Spáð er rigningu alla helgina á Suzuka, en Jenson Button getur orðið meistari í kappakstrinum ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello í mótinu. Heimamaðurinn Kazuki Nakajima á Williams Toyota átti góða spretti á báðum æfingum. Hann varð annar á fyrri æfingunni og fimmti á þeirri síðari. Hann berst fyrir því að geta haldið áfram í Formúlu 1 á næsta ári, en Williams er að skoða aðra ökumenn í hans stað. Ítarlegur þáttur verður um æfingarnar á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Sjá aksturstíma ökumanna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt. Bleyta var á báðum æfingum og brautin í rauninni meira og minna á floti á seinni æfingunni. Hún var svo mikil um tíma að ekki var hægt að keyra hana í klukkutíma, af þeim 90 mínútum sem ökumenn fengu til umráða. Kovalainen náði sínum besta tíma á fyrri æfingunni þegar brautin var að þorna, en Sutil ók hraðast allra á flughálli brautinni á seinni æfingunni. Spáð er rigningu alla helgina á Suzuka, en Jenson Button getur orðið meistari í kappakstrinum ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello í mótinu. Heimamaðurinn Kazuki Nakajima á Williams Toyota átti góða spretti á báðum æfingum. Hann varð annar á fyrri æfingunni og fimmti á þeirri síðari. Hann berst fyrir því að geta haldið áfram í Formúlu 1 á næsta ári, en Williams er að skoða aðra ökumenn í hans stað. Ítarlegur þáttur verður um æfingarnar á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Sjá aksturstíma ökumanna
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira