Kúafretir gætu kostað danska bændur milljónir kr. 9. febrúar 2009 15:37 Fretir og ropar úr kúm og svínum gætu kostað danska bændur milljónir danskra króna á næstu árum verði tillögur skattanefndar Danmerkur um gjöld fyrir losun á metangasi út í andrúmsloftið að veruleika. Dagbladet Holsterbro-Struer hefur eftir stórbóndanum Steen Nörgaard á bænum Hogager að fyrirhuguð gjöld gæti kostað hann allt að rúmlega hálfa milljón danskra kr., eða um 10 milljónir kr. á hverju ári. Samkvæmt hugmyndum skattanefndarinnar er ætlunin að gjöldin fyrir metangasið muni nema um 600 dönskum kr. á hverja kú. Reiknar nefndin með að kúm og svínum muni fækka í landinu við þessi gjöld. Nörgaard telur að þessi gjöld séu ósanngjörn. „Kýrnar freta og ropa jafnmikið hvort sem slíkt er skattlagt eða ekki," segir bóndinn. „Markmiðið með svona gjöldum er að breyta hegðun eða minnka skaða af til dæmis gasi en dýrin láta sér slíkt í léttu rúmi liggja." Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fretir og ropar úr kúm og svínum gætu kostað danska bændur milljónir danskra króna á næstu árum verði tillögur skattanefndar Danmerkur um gjöld fyrir losun á metangasi út í andrúmsloftið að veruleika. Dagbladet Holsterbro-Struer hefur eftir stórbóndanum Steen Nörgaard á bænum Hogager að fyrirhuguð gjöld gæti kostað hann allt að rúmlega hálfa milljón danskra kr., eða um 10 milljónir kr. á hverju ári. Samkvæmt hugmyndum skattanefndarinnar er ætlunin að gjöldin fyrir metangasið muni nema um 600 dönskum kr. á hverja kú. Reiknar nefndin með að kúm og svínum muni fækka í landinu við þessi gjöld. Nörgaard telur að þessi gjöld séu ósanngjörn. „Kýrnar freta og ropa jafnmikið hvort sem slíkt er skattlagt eða ekki," segir bóndinn. „Markmiðið með svona gjöldum er að breyta hegðun eða minnka skaða af til dæmis gasi en dýrin láta sér slíkt í léttu rúmi liggja."
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira