Lionel Messi var auðmjúkur þegar hann tók við enn einum verðlaunum í gær nú sem besti knattspyrnumaður heims. Hann notaði tækifærið og reyndi að blíðka landa sinna í Argentínu sem hafa gagnrýnt hann mikið fyrir frammistöðuna með argentínska landsliðinu.
Á meðan Lionel Messi hefur blómstrað með Barcelona, unnið sex titla á árinu 2009 og skorað mörk í öllum regnbogaslitum hefur lítið gengið hjá honum undir stjórn Diego Maradona hjá argentínska landsliðinu.
„Ég reyni að gera það sama með Argentínu og ég geri með Barcelona. Leikir í undankeppni HM eru hinsvegar flóknir og krefjandi og það var mjög erfitt fyrir okkur að komast á HM. Ég held að annað verði upp á teningum á HM. Argentína, ég ætla að spila betur á HM," sagði hinn 22 ára gamli Messi.
Messi: Ég ætla að spila betur fyrir Argentínu á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

