Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. desember 2009 18:38 Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent