Evran hefur styrkst og hlutabréf í Evrópu hafa hækkað eftir jákvæðar fréttir af þjónustugeiranum i Þýskalandi og aukningu landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í Þýskalandi og Frakklandi.
Evran hefur styrkst um 0,3% gagnvart dollar og Dow Jones stoxx 600 vísitalan, sem eingöngu inniheldur evrópsk hlutabréf hefur hækkað um 0,5%. Bloomberg greinir frá þessu í morgun.
Hlutabréf í Kína (e. Shanghai Composite Index) hafa einnig hækkað um 1,7% en kínversk hlutabréf höfðu lækkað umtalsvert undanfarna daga .
Talið er að þessar styrkingar á hlutabréfamörkuðum og sterkara gengi evru gagnvart dollar megi beinlínis rekja til jákvæðrar þróunar í hagkerfum Þýskalands og Frakklands.
Hér má sjá frétt Bloomberg.

