Rúrik Gíslason hefur framlengt samning sinn við danska B-deildarliðið Viborg til ársins 2012. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.
Í viðtali á heimasíðunni kveðst Rúrik vera yfir sig ánægður með samninginn og segir Viborg vera sitt annað heimili. Hann sé staðráðinn í að hjálpa klúbbnum að komast upp í efstu deild sem fyrst.
Yfirmaður íþróttamála hjá Viborg, Steffen Hojer, segir Rúrik vera besta leikmann deildarinnar og því sé það frábært að hann sé búinn að framlengja við félagið.