Lögreglan í bænum Carroll í Iowa í Bandaríkjunum átti ekki í miklum erfiðleikum með að finna tvo innbrotsþjófa sem hún fékk tilkynningu um.
Tilkynningin var á þá leið að innbrotsþjófarnir væru tveir ungir menn. Þeir væru grímuklæddir og sáust aka burt frá innbrotsstaðnum á stórum hvítum bíl.
Lögreglan fann fljótlega hvíta bílinn og grímuklæddu mennirnir voru í honum. Nú skyldi maður ætla að innbrotsþjófar hefðu vit á að taka ofan grímuna að ráni loknu.
Þessir tveir áttu hinsvegar erfitt um vik því þeir höfðu málað á sig grímurnar, svona eins og börn gera á hrekkjavöku.
Nema hvað höfðu notað „permanent" tússlit. Og það var sama hvað þeir reyndu, þeim tókst ekki að nudda litinn framan úr sér áður en lögreglan fann þá.