Handbolti

Stjarnan lagði ÍR í umspilinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur Jóhannesson gat leyft sér að brosa í kvöld.
Patrekur Jóhannesson gat leyft sér að brosa í kvöld. Mynd/Arnþór

Umspilið um laust sæti í N1-deild karla hófst í kvöld. Í Mýrinni mættust Stjarnan og ÍR og fóru heimamenn með sigur af hólmi, 32-25.

Leikurinn var aldrei spennandi og í raun búinn í hálfleik en þá leiddi Stjarnan, 19-8. Vilhjálmur Halldórsson fór mikinn í liði Stjörnunnar og Brynjar Steinarsson var atkvæðamestur í liði ÍR.

Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslitarimmuna um lausa sætið í efstu deild. Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Selfoss og Afturelding.

Stjarnan-ÍR 32-25 (19-8)

Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 8, Björgvin Hólmgeirsson 6, Gunnar Ingi Jóhannsson 4, Ragnar Helgason 3, Fannar Þorbjörnsson 3, Guðni Már Kristjánsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Kristján Svan Kristjánsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1.

Mörk ÍR: Brynjar Steinarsson 6, Sigurður Magnússon 5, Kristmann Dagsson 4, Sigurjón Björnsson 3, Máni Gestsson 3, Þorgrímur Ólafsson 2, Ósleifur Sigurðsson 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×