Phil Mickelson vann dramatískan sigur á Northern Trust-mótinu í PGA-mótaröðinni í gær.
Mickelson hafði fjögurra högga forskot fyrir síðasta daginn en lenti í ógöngum á lokadegi og þá sérstaklega með upphafshöggin.
Hann var kominn í vond mál þegar hann átti aðeins þrjár holur eftir enda tveim höggum á eftir Steve Stricker sem hafði tekið forystuna.
Mickelson sýndi aftur á móti mikla seiglu með því að setja niður fugl á 16. og 17. Holu á meðan Stricker fékk skolla á 18. Fyrir vikið skaust Mickelson á toppinn og vann mótið með einu höggi.

