Pepe Reina, markvörður Liverpool, hefur varað landa sinn Victor Valdes í marki Barcelona við aukaspyrnum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.
Barcelona og United mætast í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku og Reina segir markverði Barcelona að passa sig á spyrnum Portúgalans.
"Menn verða að vera á tánum og fylgjast með boltanum alla leið, því hann getur breytt um stefnu á síðustu stundu. Aukaspyrnurnar hans koma á mann eins og spjót. Ég hef fengið að finna fyrir því," sagði Reina.