Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum 5. apríl 2009 14:45 Alistair Darling vill aðstoða líknarfélög sem töpuðu á falli íslensku bankanna. Mynd/ AFP Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira