Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum 5. apríl 2009 14:45 Alistair Darling vill aðstoða líknarfélög sem töpuðu á falli íslensku bankanna. Mynd/ AFP Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira