Aktobe frá Kasakstan er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa tapað 4-3 fyrir Maccabi Haifa frá Ísrael í kvöld. Fyrri viðureignin í Kasakstan endaði með markalausu jafntefli.
Leikurinn í kvöld var ótrúlegur en Aktobe komst í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Þá hrundi leikur liðsins, Haifa náði að skora tvö mörk fyrir hálfleik og tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Aktobe sló Íslandsmeistara FH úr keppni í síðustu umferð forkeppninnar.