Darling rangtúlkaði orð Árna segir bresk þingnefnd 4. apríl 2009 08:00 „Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent