Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð Gunnar Örn Jónsson skrifar 22. júlí 2009 20:29 FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins." Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins."
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira