Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:00 Stórleikur Justin Shouse dugði Stjörnunni ekki til sigurs í kvöld. Mynd/Stefán Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54) Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54)
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira