Botninn dottinn úr spákonugeiranum í New York 22. júlí 2009 13:21 Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo fjöldi af þessum spákonum og mönnum verið dreginn fyrir dómstóla í borginni þar sem spádómar þeirra um hlutabréfamarkaðinn á síðasta ári þóttu fjarri lagi. Spákonunum er kennt um að margir af viðskiptavinum þeirra hafa lent í gjaldþrotum við að fara eftir spánum. Þá hefur komið upp úr kafinu að í sumum tilvika hafi spákonurnar og mennirnir ráðlagt viðskiptavinum að fjárfesta í félögum þar sem spáfólkið átti sjálft stórar hlutabréfaeignir. Í umfjöllun á börsen.dk um málið undir fyrirsögninni „Spákonur í New York sáu ekki kreppuna koma" segir að um 200 konur og menn hafi lifibrauð sitt af því að spá fyrir samborgara sína og séu flestir þeirra staðsettir í fínni hverfum borgarinnar eins og East Village og Greenwich Village. Það hefur verið venja fjölmargra New York búa undanfarin ár að fara vikulega í heimsókn til „andlegs ráðgjafa" síns. Og þótt spár um framtíðina hafi verið aðallifibrauð spákvenna og karla hafa margir þeirra einnig haft fjármálaráðgjöf sem aukabúgrein. Rætt er við spákonuna Gemmu sem býður upp á stjörnuspár og lófalestur í ríkulega búinni íbúð sinni við St Mark´s Place. Gemma segir að síðasta haust þegar hlutabréfamarkaðurinn var í frjálsu falli hafi fjárfestar oft beðið hana um að spá fyrir um þróunina á markaðinum og hvenær hann næði botninum. „Það gerði ég aldrei enda tel ég ekki forsvaranlegt að fólk taki fjárhagslegar ákvarðanir á grundvelli orða minna," segir Gemma. „Nokkrir andlegir ráðgjafar hafa verið í slíku en það geri ég ekki." Fram kemur í máli Gemmu að föstum viðskiptavinum hennar hafi fækkað mikið og að ferðamenn séu nær alveg hættir að líta inn til að láta lesa í lófa sína. „Ástandið hefur aldrei verið eins erfitt og nú," segir hún. Aðspurð um hvernig hún nái að láta enda ná saman og halda íbúð sinni við St Mark Place segir Gemma að leigusalinn sé einn af föstum viðskiptavinum hennar. „Og síðast þegar ég las í lófa hans sagði ég honum að taka engar ákvarðanir hvað varðar fasteignir sínar..." Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo fjöldi af þessum spákonum og mönnum verið dreginn fyrir dómstóla í borginni þar sem spádómar þeirra um hlutabréfamarkaðinn á síðasta ári þóttu fjarri lagi. Spákonunum er kennt um að margir af viðskiptavinum þeirra hafa lent í gjaldþrotum við að fara eftir spánum. Þá hefur komið upp úr kafinu að í sumum tilvika hafi spákonurnar og mennirnir ráðlagt viðskiptavinum að fjárfesta í félögum þar sem spáfólkið átti sjálft stórar hlutabréfaeignir. Í umfjöllun á börsen.dk um málið undir fyrirsögninni „Spákonur í New York sáu ekki kreppuna koma" segir að um 200 konur og menn hafi lifibrauð sitt af því að spá fyrir samborgara sína og séu flestir þeirra staðsettir í fínni hverfum borgarinnar eins og East Village og Greenwich Village. Það hefur verið venja fjölmargra New York búa undanfarin ár að fara vikulega í heimsókn til „andlegs ráðgjafa" síns. Og þótt spár um framtíðina hafi verið aðallifibrauð spákvenna og karla hafa margir þeirra einnig haft fjármálaráðgjöf sem aukabúgrein. Rætt er við spákonuna Gemmu sem býður upp á stjörnuspár og lófalestur í ríkulega búinni íbúð sinni við St Mark´s Place. Gemma segir að síðasta haust þegar hlutabréfamarkaðurinn var í frjálsu falli hafi fjárfestar oft beðið hana um að spá fyrir um þróunina á markaðinum og hvenær hann næði botninum. „Það gerði ég aldrei enda tel ég ekki forsvaranlegt að fólk taki fjárhagslegar ákvarðanir á grundvelli orða minna," segir Gemma. „Nokkrir andlegir ráðgjafar hafa verið í slíku en það geri ég ekki." Fram kemur í máli Gemmu að föstum viðskiptavinum hennar hafi fækkað mikið og að ferðamenn séu nær alveg hættir að líta inn til að láta lesa í lófa sína. „Ástandið hefur aldrei verið eins erfitt og nú," segir hún. Aðspurð um hvernig hún nái að láta enda ná saman og halda íbúð sinni við St Mark Place segir Gemma að leigusalinn sé einn af föstum viðskiptavinum hennar. „Og síðast þegar ég las í lófa hans sagði ég honum að taka engar ákvarðanir hvað varðar fasteignir sínar..."
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira