Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir 11. september 2009 11:31 Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labradorhundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúmlega 18 milljónir kr. en þess ber að geta að þar var um klónaðan hund að ræða af fyrri Lancelot sem var í eigu sömu fjölskyldu. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núverandi eigandi Yangtze Fljótið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að fullkomnu eintaki af þessari hundategund. Er hún fann gripinn var hún staðráðin í að borga hvaða upphæð sem var fyrir hann. Staða Yangtze Fljótið Númer Tvö sem dýrasta hunds sögunnar var svo staðfest þegar ekki færri en 30 limmósínur mættu á Xi´an flugvöllinn til að taka á móti honum við heimkomuna. Þar að auki var búið að safna saman fjölda hundaelskenda með borða sem mynduðu sérstaka móttökunefnd. Hundar eru sívinsælli gæludýr í Kína og af þeim sökum eru ýmsar stórborgir þar í landi nú að íhuga takmarkanir á hundahaldi og banna umgengni hunda á opinberum stöðum. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labradorhundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúmlega 18 milljónir kr. en þess ber að geta að þar var um klónaðan hund að ræða af fyrri Lancelot sem var í eigu sömu fjölskyldu. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núverandi eigandi Yangtze Fljótið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að fullkomnu eintaki af þessari hundategund. Er hún fann gripinn var hún staðráðin í að borga hvaða upphæð sem var fyrir hann. Staða Yangtze Fljótið Númer Tvö sem dýrasta hunds sögunnar var svo staðfest þegar ekki færri en 30 limmósínur mættu á Xi´an flugvöllinn til að taka á móti honum við heimkomuna. Þar að auki var búið að safna saman fjölda hundaelskenda með borða sem mynduðu sérstaka móttökunefnd. Hundar eru sívinsælli gæludýr í Kína og af þeim sökum eru ýmsar stórborgir þar í landi nú að íhuga takmarkanir á hundahaldi og banna umgengni hunda á opinberum stöðum.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira