Asísk hlutabréf lækkuðu í verði í morgun og voru það bréf tækni- og símafyrirtækja sem mest lækkuðu. Einnig hríðféllu bréf japanska lyfjaframleiðandans Daiichi Sankyo eftir að bandaríska lyfjaeftirlitið samþykkti ekki innihaldslýsingar nokkurra lyfja sem fyrirtækið framleiðir og þriðji stærsti járnútflytjandi Ástralíu, Fortescue Metals, lækkaði um 9,5 prósent eftir að hluti bréfa þess var seldur með töluverðum afslætti.
Tækni- og símafyrirtæki lækka í Asíu
