Miðjumaðurinn Xavi hjá Meistaradeildarmeisturum Barcelona er ánægður með innkomu framherjans Zlatan Ibrahimovic inn í lið Barcelona.
Spánverjinn viðurkennir að Ibrahimovic hafi komið sér á óvart miðað við það orð sem fer á honum fyrir að vera hálfgerður fýlupoki og hrokagikkur.
„Zlatan er að byrja nýtt ævintýri á Nývangi og hann er að falla mjög vel inn í leikmannahópinn. Allir hafa verið að tala um hvað hann sé alvarlegur en það er alls ekki staðreynd málsins.
Hann er mjög viðkunnarlegur og er alltaf eitthvað að fíflast. Hann hefur komið mér og örugglega mörgum öðrum verulega á óvart," segir Xavi í viðtali við spænska fjölmiðla.