Dómar í Papeyjarsmyglinu voru að falla í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Peter Rabe og Rúnar Þór Róbertsson fengu tíu ára dóm hvor. Árni Hrafn Ásbjörnsson fékk níu ára dóm. Þessir þrír voru gripnir um borð í skútunni Sirtaki á leið út úr íslenskri lögsögu.
Jónas Árni Lúðvíksson fékk fimm ára dóm, Pétur Kúld Pétursson þriggja og hálfs árs dóm og Halldór Hlíðar Bergmundsson fékk þriggja ára dóm. Tveir þeirra voru handteknir á Djúpavogi en einn á Höfn.
Allir verjendur báðu um frest til að áfrýja málinu til Hæstaréttar.