Markalaust í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 18:26 Frank Lampard og Lionel Messi í baráttunni í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira