Að fleyta rjómann 22. júní 2009 06:00 Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára. Breytingin var ekki gerð að ástæðulausu. Erfitt getur verið að ná af sér tossastimplinum sem stundum er kominn til að vera fyrir lífstíð, þá er lítill hvati í hópnum til að gera betur og í honum er ákveðin einsleitni sem alið getur á þröngsýni og félagslegri einangrun. Þá fá tossarnir ekki athyglina og hrósið sem hinir fá og því minni hvati til aðgera betur. Lítið er deilt um gildi blöndunar í skólastarfi nú orðið, en þrátt fyrir alla þessa virðist viðvarandi mismunun látin viðgangast meðal framhaldsskóla landsins. Í tölum um aðsókn í framhaldsskóla landsins sem birtar voru fyrir helgi kom fram að hún er með mesta móti og víða hefur þurft að vísa nemendum frá. Alls sóttu 4.437 nemar um vist í framhaldsskóla, eða um 96 prósent þeirra sem luku 10. bekk grunnskólans. Sem dæmi má nefna að 335 sóttu um vist í Menntaskólanum í Reykjavik, en 242 umsóknir voru samþykktar. 520 sóttum um nám í Verzlunarskólanum, en 308 fengu aðgang og 470 vildu komast í Menntaskólann við Hamrahlíð, en 300 fá vist þar. Vinsælir skólar á höfuðborgarsvæðinu fleyta rjómann og fá til sín þá nemendur sem líklegastir eru til að standa sig vel og um leið líklegastir til að ljúka námi. Þeir sem ekki eru afburðarnemendur hrekjast milli annarra skóla og enda vísast að lokum í þeim sem þeir höfðu sem annað, þriðja, eða fjórða val á lista. Í skipulagi sem þessu er vandi þeirra skóla á höfuðborgarsvæðinu sem fá til sín „lökustu" nemendurna sumpart meiri en skóla úti á landi sem taka til sín alla á sínu starfssvæði, duglega sem aðra. Skólarnir fá nefninlega framlög frá ríkinu eftir því hversu margir ljúka þaðan námi. Heltist margir nemar úr námi ber skólinn því skarðan hlut frá borði þegar kemur að fjárframlögum, enda búinn að eyða orku og peningum í að mennta þá sem lakar stóðu, hvort heldur það er með núlláföngum eða sértækum úrræðum öðrum. Og þá liggur í hlutarins eðli að þar sem fleiri nemendur standa verr, þar hætta fleiri í námi. Skólar sem ekki geta leyft sér þann munað að fleyta rjómann standa því frammi fyrir því að peningar nýtast verr og þeim mun meiri áskorun er að koma ungviðinu til manns. Sér í lagi á það við um þá framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem ár eftir ár fá til sín lökustu nemendurna. Landsbyggðarskólarnir eru þó í það minnsta með blandaðri hóp. Eftir efnahagshrunið stendur fólk frammi fyrir því að endurskoða margvísleg gildi og víða þarf að bæta úr þar sem hlutir hafa farið aflaga. Í skólakerfinu er grunnurinn lagður að hagvexti framtíðar. Misskiptingu ætti að reyna að eyða eftir megni og þar af leiðandi algjör tímaskekkja að í framhaldsskólakerfinu skuli látinn líðast elítismi sem byggja virðist á grunni fornaldarhyggju getuskiptingar í námi. Í jafnræðisþjóðfélagi er jafn réttur skólabarna til náms grundvallaratriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun
Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára. Breytingin var ekki gerð að ástæðulausu. Erfitt getur verið að ná af sér tossastimplinum sem stundum er kominn til að vera fyrir lífstíð, þá er lítill hvati í hópnum til að gera betur og í honum er ákveðin einsleitni sem alið getur á þröngsýni og félagslegri einangrun. Þá fá tossarnir ekki athyglina og hrósið sem hinir fá og því minni hvati til aðgera betur. Lítið er deilt um gildi blöndunar í skólastarfi nú orðið, en þrátt fyrir alla þessa virðist viðvarandi mismunun látin viðgangast meðal framhaldsskóla landsins. Í tölum um aðsókn í framhaldsskóla landsins sem birtar voru fyrir helgi kom fram að hún er með mesta móti og víða hefur þurft að vísa nemendum frá. Alls sóttu 4.437 nemar um vist í framhaldsskóla, eða um 96 prósent þeirra sem luku 10. bekk grunnskólans. Sem dæmi má nefna að 335 sóttu um vist í Menntaskólanum í Reykjavik, en 242 umsóknir voru samþykktar. 520 sóttum um nám í Verzlunarskólanum, en 308 fengu aðgang og 470 vildu komast í Menntaskólann við Hamrahlíð, en 300 fá vist þar. Vinsælir skólar á höfuðborgarsvæðinu fleyta rjómann og fá til sín þá nemendur sem líklegastir eru til að standa sig vel og um leið líklegastir til að ljúka námi. Þeir sem ekki eru afburðarnemendur hrekjast milli annarra skóla og enda vísast að lokum í þeim sem þeir höfðu sem annað, þriðja, eða fjórða val á lista. Í skipulagi sem þessu er vandi þeirra skóla á höfuðborgarsvæðinu sem fá til sín „lökustu" nemendurna sumpart meiri en skóla úti á landi sem taka til sín alla á sínu starfssvæði, duglega sem aðra. Skólarnir fá nefninlega framlög frá ríkinu eftir því hversu margir ljúka þaðan námi. Heltist margir nemar úr námi ber skólinn því skarðan hlut frá borði þegar kemur að fjárframlögum, enda búinn að eyða orku og peningum í að mennta þá sem lakar stóðu, hvort heldur það er með núlláföngum eða sértækum úrræðum öðrum. Og þá liggur í hlutarins eðli að þar sem fleiri nemendur standa verr, þar hætta fleiri í námi. Skólar sem ekki geta leyft sér þann munað að fleyta rjómann standa því frammi fyrir því að peningar nýtast verr og þeim mun meiri áskorun er að koma ungviðinu til manns. Sér í lagi á það við um þá framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem ár eftir ár fá til sín lökustu nemendurna. Landsbyggðarskólarnir eru þó í það minnsta með blandaðri hóp. Eftir efnahagshrunið stendur fólk frammi fyrir því að endurskoða margvísleg gildi og víða þarf að bæta úr þar sem hlutir hafa farið aflaga. Í skólakerfinu er grunnurinn lagður að hagvexti framtíðar. Misskiptingu ætti að reyna að eyða eftir megni og þar af leiðandi algjör tímaskekkja að í framhaldsskólakerfinu skuli látinn líðast elítismi sem byggja virðist á grunni fornaldarhyggju getuskiptingar í námi. Í jafnræðisþjóðfélagi er jafn réttur skólabarna til náms grundvallaratriði.