Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka 29. maí 2009 10:32 Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira