Javier Mascherano hefur jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Liverpool sem mætir ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Mascherano missti af 4-0 sigri Liverpool á Burnley um helgina eftir að hann meiddist í landsleik með Argentínu. Hann kom ekki aftur til Englands fyrr en á sunnudag vegna meiðslanna.
„Eins og er eru aðeins þeir Nabil El Zhar og Alberto Aquilani meiddir en allir aðrir leikmenn eru klárir í slaginn," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool.