Danski fjárglæframaðurinn Stein Bagger var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa dregið til sín jafnvirði nærri þrjátíu milljarða íslenskra króna þegar hann var stjórnandi upplýsingatæknifyrirtækisins IT Factory.
Bagger flúði frá Danmörku þegar upp komst um brotin. Hans var leitað víða um heim og hann eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol.
Bagger gaf sig fram við lögregluna í Los Angeles í desember síðasliðnum og hann þá framseldur til Danmörku.