Fótbolti

AC Milan enn sterklega orðað við Fabiano

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luis Fabiano.
Luis Fabiano. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan hefur ekki gefið upp alla von um að fá framherjann Luis Fabiano hjá Sevilla til félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

AC Milan reyndi að fá Fabiano í sumar en náði ekki að landa honum og fékk Klaas-Jan Huntelaar í hans stað en hollenski landsliðsframherjinn hefur engan veginn fundið sig í ítölsku deildinni til þessa.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að AC Milan vonist til þess að losa sig við Huntelaar í janúar til þess að búa til pláss fyrir Fabiano en nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni eru sögð áhugasöm um að krækja í Huntelaar.

Það gæti hins vegar reynst erfiðara fyrir AC Milan að kaupa Fabiano enda vilja forráðamenn Sevilla gera allt til þess að halda brasilíska landsliðsmanninum áfram hjá félaginu. Fabiano sjálfur hefur þó sjálfur ekki farið leynt með vilja sinn um að róa á önnur mið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×