Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, bíður eflaust spenntur eftir úrslitaleiknum í Meistaradeildinni en hann var einmitt á mála hjá Man. Utd áður en hann fór til Barcelona.
„Þegar við vorum með tíu menn á vellinum þá var þetta virkilega erfitt. Við náðum samt að skora í lokin og það er ekki hægt að lýsa gleðinni hjá liðinu núna," sagði Pique brosmildur.
Það átti klárlega að dæma víti á hann í leiknum er boltinn fór í hönd.
„Þegar boltinn fór í hendina á mér þá var ég ekki að reyna að taka hann með höndinni. Það verður samt að virða ákvörðun dómarans. Það verður annars æðislegt að mæta United í úrslitunum."