Woods: Heiðarleiki og íþróttamennska skilja golfið frá öðrum íþróttum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. júní 2009 15:45 Virðing er Woods mikilvæg. Hér er hann á leik Lakers og Orlando á fimmtudaginn. Nordicphotos/GettyImages Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira