Samkvæmt frétt í Dagens Nyheder er búið að finna kaupenda að Carnegie bankanum sænska og að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Milestone átti 10% í bankanum þegar sænska ríkið þjóðnýtti hann fyrr í vetur.
Það fylgir með í fréttinni að tryggingarfélag bankans, Max Mathiessen, sé einnig tilbúið til sölu og kaupandi fundinn að því.
Dagens Nyheder hefur þessar fréttir eftir ónafngreindum heimildarmönnum.
Carnegie missti starfsleyfi sitt fyrir bankastarfsemi í nóvember s.l. og var afskráður úr kauphöllinni í desember. Síðan þá hefur Lánastofnun sænska ríkisins, Riksgälden, leita að kaupenda að bankanum.