Innlent

Hyggjast borða kjörseðlana

Þessi kjósandi tilheyrir ekki þeirri hreyfingu sem ákveðið hefur að snæða kjörseðla sína.
Þessi kjósandi tilheyrir ekki þeirri hreyfingu sem ákveðið hefur að snæða kjörseðla sína. Mynd/Stefán

Hópur fólks hefur tekið sig saman og mun stunda atkvæðaandóf í kosningunum í dag. Það felst í því að taka sér góðan tíma í kjörklefanum til að ákveða hvernig atkvæðisréttinum verður beitt. Annar hópur hyggur á kjörseðlaát þannig að seðlarnir skili sér ekki í kjörkassann.

„Já, ég ætla að gefa mér góðan tíma til að velja hvað ég mun kjósa, eins og ég hef rétt til," segir Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, sem hefur verið í forsvari fyrir atkvæðaandófinu. „Hvað það verður lengi verður bara að koma í ljós og eins hvort ég verð beittur einhverjum órétti."

Þorvaldur hvetur þá sem verða beittir ofbeldi eða neitað um að skila atkvæði sínu í lok þófs, sé það í einhverju því ástandi sem fulltrúar á staðnum telji ekki boðlegt, til að snúa sér til kjörstjórnar. Þá sé rétt að vísa fulltrúum stjórnmálaflokkanna út úr kjördeildum.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafi heyrt af atkvæðaandófinu. Þetta stangist á við lög um kosningar. Skýr fyrirmæli séu um hvernig kosningar eigi að fara fram og ef menn bregði út af því verði tekið á því.

Annar hópur hyggur á kjörseðlaát sem andóf við skorti á lýðræði. Það felst, eins og nafnið ber glögglega með sér, í því að borða kjörseðilinn í stað þess að skila honum. Óvíst er hvort, eða hvernig, lögreglan mun taka á því.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×