Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana 5. október 2009 05:00 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent