Fyrsta leik kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið. Evrópumeistarar Barcelona sóttu rússneska liðið Rubin Kazan heim en Börsungar áttu harma að hefna eftir háðulegt tap á heimavelli fyrir liðinu um daginn.
Ekki náðu Börsungar fram hefndum í kvöld því leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Kazan síst lakari aðilinn og Barcelona mátti jafnvel þakka fyrir stigið.
Riðill liðanna er galopinn. Bæði þessi lið hafa 5 stig, Dynamo Kiev er með 4 stig og Inter 3.
Kiev tekur svo á móti Inter á eftir.