Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 14. febrúar 2009 18:40 Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08