Birgir Leifur Hafþórsson er þegar þetta er ritað í 5.-11. sæti á móti á Sevilla á Spáni sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Birgir Leifur hóf keppni fyrr í dag og fékk aðeins eitt par á fyrri níu holunum. Hann fékk fjóra fugla, þrjá skolla og svo örn á níundu og er því samtals á þremur höggum undir pari.
Hann fékk örninn á par 5 holu sem er 499 metra löng.