Yfir 100 sóttu um stöðu nornar í enskum fjölskyldugarði 10. júlí 2009 10:24 Fjölskyldugarðurinn Wookey Hole í Englandi auglýsti nýlega stöðu nornar lausa til umsóknar í garðinum. Yfir 100 sóttu um stöðuna. Wookey Hole er aðalferðamannastaðurinn við Wells í Englandi en þar eru sögufrægir hellar sem tilheyra fjölskyldugarðinum. Á miðöldum voru hellarnir heimkynni Wookey nornarinnar sem ábótinn í Glastonbury lét brenna á báli til að forða íbúum héraðsins frá göldrum hennar. Nú er staðan laus. Fyrri norn var að vísu ekki brennd á báli heldur lét af störfum sökum aldurs. Fram kemur í frétt á vefsíðunni e24.no að nokkuð góð laun séu í boði fyrir þá norn sem fær stöðuna eða um 10 milljónir kr. á ári. Fram kemur í fréttinni að nornin sem ráðin verður muni fá huggulegan helli til að búa í. Hinsvegar verður nornin að hafa gjallandi hlátur og hún má alls ekki hafa ofnæmi fyrir köttum. Haldin verða opin starfsviðtöl við umsækjendurna í Wookey Hole í þessum mánuði. Þar eiga þeir að leika listir sínar þar á meðal galdra. Um stöðuna geta bæði menn og konur sótt og einnig klæðskiptingar. En fyrst og fremst verður nornin að vera vinaleg. „Við erum fjölskyldugarður og það má ekki hræða börnin," segir Gayle Penington markaðsstjóri Wookey Hole. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjölskyldugarðurinn Wookey Hole í Englandi auglýsti nýlega stöðu nornar lausa til umsóknar í garðinum. Yfir 100 sóttu um stöðuna. Wookey Hole er aðalferðamannastaðurinn við Wells í Englandi en þar eru sögufrægir hellar sem tilheyra fjölskyldugarðinum. Á miðöldum voru hellarnir heimkynni Wookey nornarinnar sem ábótinn í Glastonbury lét brenna á báli til að forða íbúum héraðsins frá göldrum hennar. Nú er staðan laus. Fyrri norn var að vísu ekki brennd á báli heldur lét af störfum sökum aldurs. Fram kemur í frétt á vefsíðunni e24.no að nokkuð góð laun séu í boði fyrir þá norn sem fær stöðuna eða um 10 milljónir kr. á ári. Fram kemur í fréttinni að nornin sem ráðin verður muni fá huggulegan helli til að búa í. Hinsvegar verður nornin að hafa gjallandi hlátur og hún má alls ekki hafa ofnæmi fyrir köttum. Haldin verða opin starfsviðtöl við umsækjendurna í Wookey Hole í þessum mánuði. Þar eiga þeir að leika listir sínar þar á meðal galdra. Um stöðuna geta bæði menn og konur sótt og einnig klæðskiptingar. En fyrst og fremst verður nornin að vera vinaleg. „Við erum fjölskyldugarður og það má ekki hræða börnin," segir Gayle Penington markaðsstjóri Wookey Hole.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira