Það urðu óvænt úrslit í norska boltanum í gær. Brann tapaði þá 1-2 á heimavelli fyrir Álasundi en fyrir leikinn hafði Álasund tapað í 12 útileikjum í röð.
Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn í vörn Brann, Kristján Örn Sigurðsson kom inn í hálfleik og Gylfi Einarsson um miðjan seinni hálfleik. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund.
Álasund er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, stigi frá fallsæti. Brann situr í fimmta sætinu.
Þá var Íslendingaslagur í sænska boltanum í gær þegar Sundsvall og GAIS frá Gautaborg gerðu 1-1 jafntefli. Eyjólfur Héðinsson og Jóhann B. Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði GAIS.
Hannes Þ. Sigurðsson var með Sundsvall en Sverris Garðarsson er Ari Freyr Skúlason voru fjarri góðu gamni. Sverrir er meiddur og Ari Freyr tók út leikbann.