Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:19 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga. „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
„Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52