Fyrirliðinn Gareth Barry var hetja Aston Villa í kvöld þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Ajax á heimavelli í Uefa bikarnum.
Ajax byrjaði betur í leiknum en danski varnarjaxlinn Martin Laursen kom Villa yfir gegn gangi leiksins þegar hann skallaði hornspyrnu Ashley Young í netið.
Gestirnir frá Hollandi voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn á 22. mínútu. Þar var að verki Thomas Vermaelen. Það var svo Gareth Barry sem tryggði heimamönnum góðan sigur á 45. mínútu.
AC Milan lagði Heerenveen 3-1 á útivelli þar sem Filippo Inzaghi og Gennaro Gattuso skoruðu fyrir Milan en þriðja markið var sjálfsmark.