Garðar Jóhannsson vill gjarnan framlengja samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Fredrikstad sem rennur út að loknu næsta tímabili.
Garðar kom til félagsins í janúar í fyrra og hefur átt góðu gengi að fagna.
„Ég spilaði ekkert í fyrstu fimm umferðunum í fyrra en mér gekk betur eftir því sem ég fékk að spila meira," sagði Garðar. Honum líður vel í Fredrikstad og segist gjarnan vilja framlengja samning sinn við félagið.
Fredrikstad hefur gengið mjög vel það sem af er leiktíðinni í Noregi en liðið er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Stabæk. Garðar hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu og skorað þrjú mörk til þessa.
Ítarlegt viðtal birtist við hann í Fredriksstad Blad í dag. Það má sjá hér.
Garðar vill framlengja við Fredrikstad
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn