Atvinnuleysi 5,5 prósent í Bandaríkjunum 6. júní 2008 14:26 Ben Bernanke, seðlabankastjóri. Sérfræðingar segja bandaríska seðlabankann hafa einblínt um of á lækkun stýrivaxta. Mynd/AFP Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þetta er hálfu prósentustigi meira en mánuðinn á undan og þykir auka líkurnar frekar en áður á því að samdráttarskeið renni upp vestanhafs á næstunni. Bandarískir fjármálasérfræðingar segja ljóst að lausafjárþurrðin og aðstæður á mörkuðum hafi valdið því að þarlend fyrirtæki hafi hægt á mannaráðningum Hætt er við að draga muni úr einkaneyslu í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu og auka þannig umferð fjármagns í umferð. BBC hefur eftir sérfræðingum að sökum þess hve matvæli og annar kostnaður hafi hækkað mikið í verði upp á síðkastið þá hefði seðlabankinn fremur átt að horfa á aðra þætti en stýrivextina.Bandarískur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af atvinnuleysistölunum í dag. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,73 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Þessu var öfugt farið í gærkvöldi þegar vísitölurnar hækkuðu um tæp tvö prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þetta er hálfu prósentustigi meira en mánuðinn á undan og þykir auka líkurnar frekar en áður á því að samdráttarskeið renni upp vestanhafs á næstunni. Bandarískir fjármálasérfræðingar segja ljóst að lausafjárþurrðin og aðstæður á mörkuðum hafi valdið því að þarlend fyrirtæki hafi hægt á mannaráðningum Hætt er við að draga muni úr einkaneyslu í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu og auka þannig umferð fjármagns í umferð. BBC hefur eftir sérfræðingum að sökum þess hve matvæli og annar kostnaður hafi hækkað mikið í verði upp á síðkastið þá hefði seðlabankinn fremur átt að horfa á aðra þætti en stýrivextina.Bandarískur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af atvinnuleysistölunum í dag. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,73 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Þessu var öfugt farið í gærkvöldi þegar vísitölurnar hækkuðu um tæp tvö prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira