Voru aðrar leiðir færar en þjóðnýting? Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. október 2008 00:01 Hlutverk seðlabanka er meðal annars að tryggja virkni fjármálakerfisins og vera bankastofnunum lánveitandi til þrautavara. Fyrir helgi komst Glitnir í vandræði með fjármögnun og leitaði á náðir Seðlabankans um skammtímafjármögnun. Á sunnudagskvöld voru ráðin tekin af stjórn bankans og hann þjóðnýttur. Ríkið eignaðist 75 prósenta hlut í bankanum með hlutafjáraukningu upp á 600 milljónir evra. Miðað við stöðu krónunnar á mánudag var markaðsvirði hvers hlutar 1,88 krónur, 88 prósentum minna en gengið fyrir helgina sem var 15,7 krónur á hlut. Það var enda mat markaðarins í fyrstu viðskiptum í gær að Glitnir hafi verið undirverðlagður verulega í viðskiptum ríkisins, hækkunin frá 1,88 krónum var meira en þreföld og gengið komið vel yfir sex krónur á hlut. Undir lok dags var gengið hins vegar komið í tæpar fimm krónur og virtist sú aðgerð að leggja út rúma 80 milljarða króna hafa skilað sér í um 126 milljarða króna hagnaði. Orð Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, þegar hann kynnti aðkomu ríkisins að Glitni, um að bankinn hefði að öðrum kosti orðið gjaldþrota, hafa svo endurómað um heiminn og víða verið túlkuð sem svo að allt ljótt sem sagt hefur verið um íslenska banka og hættuna á gjaldþroti þeirra hafi verið satt. Orð seðlabankastjórans um að í grunninn sé rekstur bankans öflugur og eignir miklar og að brugðist hafi verið við tímabundnum vanda hafa fallið í skuggann. Enda má segja að einkennilegt misræmi sé milli þeirra orða og björgunaraðgerðarinnar. Meint björgun er einnig umhugsunarverð þegar hún er borin saman við aðgerðir á Írlandi þar sem seðlabanki kom bönkum til aðstoðar sem lánveitandi til þrautavara. Seðlabanki Íra gaf í gær út yfirlýsingu um að hann ábyrgðist inneignir og skuldir sex fjármálastofnana þar í landi til tveggja ára. Þar með liðkast fyrir allri fjármögnun þessara fyrirtækja og traust á þeim vex. Hvað stóð í vegi fyrir sambærilegri nálgun hér, jafnvel þótt hún hefði líka falið í sér lán til skemmri tíma? Eftir standa hluthafar Glitnis og horfa upp á að eign þeirra hafi rýrnað um nálægt því 60 prósent, miðað við upphaf viðskipta í gær. Þá er einnig umhugsunarefni að Seðlabankinn og sú undirdeild sem áður hét Lánasýsla ríkisins hefur frekar verið að herða reglur um veðhæfi trygginga sem fjármálastofnanir leggja fram í lánaviðskiptum, fyrst undir lok ágúst og svo 25. september, hvort heldur þau snúa að endurhverfum verðbréfaviðskiptum eða lánum á ríkisbréfum. Seðlabankar annars staðar reyna fremur að liðka til með það fyrir augum að auka fjárstreymi á mörkuðum og hafa rýmkað reglur um veðhæfi frekar en hitt. Markaðsbrestur hefur hér verið á gjaldmiðlamarkaði síðan snemma á árinu og ekki batnar það ef þrengir að á öðrum sviðum fjármálamarkaðar líka. Burtséð frá því hvaða skoðanir kunna að vera uppi á aðgerðum sem hér snúa að regluverki á fjármálamarkaði eða stuðningi við einstök fyrirtæki, er óþægilegt í meira lagi að uppi skuli vera vangaveltur um að valdar leiðir eigi rót í einhverju öðru en faglegu stöðumati. Óneitanlega skaðar það trúverðugleika allra aðgerða að þær skuli gerðar í skugga fyrri átaka í fortíð aðalleikenda á sviði fjármálalífsins. Þá þarf í þeirri stöðu sem upp er komin, þar sem ríkið er skyndilega orðið bankaeigandi á ný, að huga að jafnræði og upplýsingagjöf sem sæmir í lýðræðisríki. Eignarhlut ríkisins í Glitni verður tæpast komið í verð á ný nema í opinberu söluferli þar sem jafnræði ríkir meðal hugsanlegra kaupenda, hvort heldur það varðar tímamörk tilboða eða upplýsingagjöf. Eftir viðlíka eignaupptöku og þjóðinni var kynnt á mánudagsmorgun verða næstu skref að slá á sögusagnir um að verið sé að véla með eignir og völd bak við luktar dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Hlutverk seðlabanka er meðal annars að tryggja virkni fjármálakerfisins og vera bankastofnunum lánveitandi til þrautavara. Fyrir helgi komst Glitnir í vandræði með fjármögnun og leitaði á náðir Seðlabankans um skammtímafjármögnun. Á sunnudagskvöld voru ráðin tekin af stjórn bankans og hann þjóðnýttur. Ríkið eignaðist 75 prósenta hlut í bankanum með hlutafjáraukningu upp á 600 milljónir evra. Miðað við stöðu krónunnar á mánudag var markaðsvirði hvers hlutar 1,88 krónur, 88 prósentum minna en gengið fyrir helgina sem var 15,7 krónur á hlut. Það var enda mat markaðarins í fyrstu viðskiptum í gær að Glitnir hafi verið undirverðlagður verulega í viðskiptum ríkisins, hækkunin frá 1,88 krónum var meira en þreföld og gengið komið vel yfir sex krónur á hlut. Undir lok dags var gengið hins vegar komið í tæpar fimm krónur og virtist sú aðgerð að leggja út rúma 80 milljarða króna hafa skilað sér í um 126 milljarða króna hagnaði. Orð Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, þegar hann kynnti aðkomu ríkisins að Glitni, um að bankinn hefði að öðrum kosti orðið gjaldþrota, hafa svo endurómað um heiminn og víða verið túlkuð sem svo að allt ljótt sem sagt hefur verið um íslenska banka og hættuna á gjaldþroti þeirra hafi verið satt. Orð seðlabankastjórans um að í grunninn sé rekstur bankans öflugur og eignir miklar og að brugðist hafi verið við tímabundnum vanda hafa fallið í skuggann. Enda má segja að einkennilegt misræmi sé milli þeirra orða og björgunaraðgerðarinnar. Meint björgun er einnig umhugsunarverð þegar hún er borin saman við aðgerðir á Írlandi þar sem seðlabanki kom bönkum til aðstoðar sem lánveitandi til þrautavara. Seðlabanki Íra gaf í gær út yfirlýsingu um að hann ábyrgðist inneignir og skuldir sex fjármálastofnana þar í landi til tveggja ára. Þar með liðkast fyrir allri fjármögnun þessara fyrirtækja og traust á þeim vex. Hvað stóð í vegi fyrir sambærilegri nálgun hér, jafnvel þótt hún hefði líka falið í sér lán til skemmri tíma? Eftir standa hluthafar Glitnis og horfa upp á að eign þeirra hafi rýrnað um nálægt því 60 prósent, miðað við upphaf viðskipta í gær. Þá er einnig umhugsunarefni að Seðlabankinn og sú undirdeild sem áður hét Lánasýsla ríkisins hefur frekar verið að herða reglur um veðhæfi trygginga sem fjármálastofnanir leggja fram í lánaviðskiptum, fyrst undir lok ágúst og svo 25. september, hvort heldur þau snúa að endurhverfum verðbréfaviðskiptum eða lánum á ríkisbréfum. Seðlabankar annars staðar reyna fremur að liðka til með það fyrir augum að auka fjárstreymi á mörkuðum og hafa rýmkað reglur um veðhæfi frekar en hitt. Markaðsbrestur hefur hér verið á gjaldmiðlamarkaði síðan snemma á árinu og ekki batnar það ef þrengir að á öðrum sviðum fjármálamarkaðar líka. Burtséð frá því hvaða skoðanir kunna að vera uppi á aðgerðum sem hér snúa að regluverki á fjármálamarkaði eða stuðningi við einstök fyrirtæki, er óþægilegt í meira lagi að uppi skuli vera vangaveltur um að valdar leiðir eigi rót í einhverju öðru en faglegu stöðumati. Óneitanlega skaðar það trúverðugleika allra aðgerða að þær skuli gerðar í skugga fyrri átaka í fortíð aðalleikenda á sviði fjármálalífsins. Þá þarf í þeirri stöðu sem upp er komin, þar sem ríkið er skyndilega orðið bankaeigandi á ný, að huga að jafnræði og upplýsingagjöf sem sæmir í lýðræðisríki. Eignarhlut ríkisins í Glitni verður tæpast komið í verð á ný nema í opinberu söluferli þar sem jafnræði ríkir meðal hugsanlegra kaupenda, hvort heldur það varðar tímamörk tilboða eða upplýsingagjöf. Eftir viðlíka eignaupptöku og þjóðinni var kynnt á mánudagsmorgun verða næstu skref að slá á sögusagnir um að verið sé að véla með eignir og völd bak við luktar dyr.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun