Barcelona átti ekki í vandræðum með Wisla Krakow í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona vann 4-0 sigur en spænska liðið skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik.
Samuel Eto'o skoraði tvö mörk og þeir Xavi og Thierry Henry voru með sitthvort markið. Börsungar eru komnir með annan fótinn og fjórar tær í riðlakeppnina.
Eiður Smári Guðjohnsen var meðal varamanna Barcelona og kom ekkert við sögu.