Nýr höfundur mættur 29. nóvember 2008 06:00 Nýtt leikrit er frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á morgun. Höfundurinn er Starri Hauksson. Mynd/RUV Í dag kl. 14 flytur Útvarpsleikhúsið nýtt íslenskt leikrit á Rás 1 Ríkisútvarpsins, Spor eftir Starra Hauksson. það er frumraun hans í Útvarpsleikhúsinu. Verkið dregur upp ljóðræna mynd af lífinu í kjölfar áfalls sem markar djúp spor í tilveruna. Andri er að verða þrítugur og býr einn. Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vinahópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Starri Hauksson er uppalinn í Garði Mývatnssveit, sonur Stefaníu Þorgrímsdóttur skáldkonu og Hauks Hreggviðssonar. Móðurafi hans var Þorgrímur Starri og amma hans hin kunna skáldkona Jakobína Sigurðardóttir. Hann fluttist til Reykjavíkur á menntaskólaaldri og heillaðist þar af leikhúsinu og tók þátt í uppsetningum leikrita og skrifaði löngu gleymd menntaskólaleikrit á þeim tíma er hann sótti Ármúlaskóla. Setti upp ljóða- og ljósmyndasýningu með Baldri Bragasyni ljósmyndara 1994 en flutti síðan utan ári síðar og flakkaði um Evrópu við ýmis störf. Starri kemur aftur til Íslands upp úr 2000 og fer að reka skemmtistaði í Reykjavík, og eru þeir orðnir ófáir sem hann kom nálægt. Tekur þátt í ýmsum ljóðagjörningum, en skriftir almennt hafðar sem „hobbý“. Skrifar einleikinn Önnu fyrir Lifandi Leikhús Þorleifs Arnar Arnarssonar sem var hluti af verkefninu Pentagon sem sett var upp í Iðnó á menningarnótt 2003. Anna var leikin af Sólveigu Guðmundsdóttur. Árið eftir leitar Starri til Guðmundar Inga Þorvaldssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, forsvarsmanna leikhópsins Fimbulveturs, með þá hugmynd að stofna til „Bar leikhúss” þar sem hann starfaði. Afrakstur þessa samstarfs var leikritið Ójólaleikritið sem sýnt var um jólin 2004. Kveikan að leikritinu Spor var stutt saga sem Starri hafði skrifað. Þórdís Elva las þá sögu þegar hún starfaði sem dramatúrg við Útvarpsleikhúsið og fannst söguefnið henta útvarpsleikriti. Það var neistinn sem eftir sumarlanga vinnu varð leikritið Spor. Starri vinnur nú að nýju verki sem hugsanlega klárast einhverntíma með komandi vori. Með aðalhlutverk í þessu nýja verki fara Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki Andra og Björn Thors í hlutverki Torfa. Grettir Páll Einarsson leikur Andra 12 ára og Árni Beinteinn Árnason leikur Torfa 14 ára. Önnur hlutverk: Sólveig Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Hallmar Sigurðsson og Víkingur Kristjánsson. Tónlist er eftir Axel Árnason en hljóðvinnslu annast Einar Sigurðsson. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Verkið er á dagskrá á morgun kl. 14 en er aðgengilegt á vef RUV.is næstu vikur. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Í dag kl. 14 flytur Útvarpsleikhúsið nýtt íslenskt leikrit á Rás 1 Ríkisútvarpsins, Spor eftir Starra Hauksson. það er frumraun hans í Útvarpsleikhúsinu. Verkið dregur upp ljóðræna mynd af lífinu í kjölfar áfalls sem markar djúp spor í tilveruna. Andri er að verða þrítugur og býr einn. Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vinahópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Starri Hauksson er uppalinn í Garði Mývatnssveit, sonur Stefaníu Þorgrímsdóttur skáldkonu og Hauks Hreggviðssonar. Móðurafi hans var Þorgrímur Starri og amma hans hin kunna skáldkona Jakobína Sigurðardóttir. Hann fluttist til Reykjavíkur á menntaskólaaldri og heillaðist þar af leikhúsinu og tók þátt í uppsetningum leikrita og skrifaði löngu gleymd menntaskólaleikrit á þeim tíma er hann sótti Ármúlaskóla. Setti upp ljóða- og ljósmyndasýningu með Baldri Bragasyni ljósmyndara 1994 en flutti síðan utan ári síðar og flakkaði um Evrópu við ýmis störf. Starri kemur aftur til Íslands upp úr 2000 og fer að reka skemmtistaði í Reykjavík, og eru þeir orðnir ófáir sem hann kom nálægt. Tekur þátt í ýmsum ljóðagjörningum, en skriftir almennt hafðar sem „hobbý“. Skrifar einleikinn Önnu fyrir Lifandi Leikhús Þorleifs Arnar Arnarssonar sem var hluti af verkefninu Pentagon sem sett var upp í Iðnó á menningarnótt 2003. Anna var leikin af Sólveigu Guðmundsdóttur. Árið eftir leitar Starri til Guðmundar Inga Þorvaldssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, forsvarsmanna leikhópsins Fimbulveturs, með þá hugmynd að stofna til „Bar leikhúss” þar sem hann starfaði. Afrakstur þessa samstarfs var leikritið Ójólaleikritið sem sýnt var um jólin 2004. Kveikan að leikritinu Spor var stutt saga sem Starri hafði skrifað. Þórdís Elva las þá sögu þegar hún starfaði sem dramatúrg við Útvarpsleikhúsið og fannst söguefnið henta útvarpsleikriti. Það var neistinn sem eftir sumarlanga vinnu varð leikritið Spor. Starri vinnur nú að nýju verki sem hugsanlega klárast einhverntíma með komandi vori. Með aðalhlutverk í þessu nýja verki fara Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki Andra og Björn Thors í hlutverki Torfa. Grettir Páll Einarsson leikur Andra 12 ára og Árni Beinteinn Árnason leikur Torfa 14 ára. Önnur hlutverk: Sólveig Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Hallmar Sigurðsson og Víkingur Kristjánsson. Tónlist er eftir Axel Árnason en hljóðvinnslu annast Einar Sigurðsson. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Verkið er á dagskrá á morgun kl. 14 en er aðgengilegt á vef RUV.is næstu vikur.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira