Fótbolti

Keita semur við Börsunga eftir helgi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Seydou Keita í leik með Sevilla í vetur.
Seydou Keita í leik með Sevilla í vetur. Nordic Photos / AFP
Spænskir fjölmiðlar fullyrða nú kvöld að miðvallarleikmaðurinn Seydou Keita skrifi undir fjögurra ára samning við Barcelona á mánudaginn.

Keita hitti forráðamenn Barcelona að máli í dag og er búið að ganga frá samningi leikmannsins við félagið.

Aðeins á eftir að ganga frá nokkrum lausum endum varðandi greiðslufyrirkomulag Börsunga sem þarf að láta fjórtán milljónir evra að hendi fyrir Keita.

Það er sú upphæð sem var í samningi Keita við Sevilla sem gerir honum kleift að fara til annarra félaga, kjósi hann svo.

Þetta er einnig háð því að Keita standist læknisskoðun sem mun fara fram á mánudaginn. Hann verður svo kynntur formlega til sögunnar sem nýr leikmaður Barcelona í næsta mánuði þegar Pep Guardiola hefur tekið formlega við störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×