Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool giskar á að það verði Chelsea sem vinni sigur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.
Carragher og félagar í Liverpool voru slegnir út af Chelsea í undanúrslitunum, en frekar en að vera bitur yfir því, virðist Carragher ekki geta hugsað sér að sjá á eftir Evrópubikarnum í hendur erkifjenda Liverpool frá Manchester.
"Ég á ekki von á því að þetta verði sígildur leikur, en ég held að Chelsea muni vinna naumlega. Þetta verður ekki opinn leikur og liðið sem vinnur verður líklega liðið sem spilar betri varnarleik," sagði Carragher.