Kosningagleði á bandarískum hlutabréfamarkaði 4. nóvember 2008 21:00 Bandarískir verðbréfasalar á Wall Street. Mynd/AP Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum á verðbréfamarkaði vestanhafs að menn séu almennt sammála að botni sé náð á mörkuðum. Litlu skipti hvort John McCain eða Barack Obama vinni því báðir hafi þeir lagt áherslu á að koma í veg fyrir hrun á fjármálamörkuðum. Einmitt af þessum sökum hafi fjárfestar lokað augunum fyrir fremur neikvæðum tölum, sem bendi til mikils samdráttar í bandarísku hagkerfi. Hlutabréfavísitölur risu talsvert víða um heim, eins og áður sagði. Nikkei-vísitalan í Kauphöllinni í Japan skaust upp um 6,27 prósent, FTSE-vísitalan í Bretlandi fór upp úm 4,42 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um fimm prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi fór upp um 4,62 prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér lækkaði á sama tíma um 1,32 prósent. Þá var sömuleiðis góð uppsveifla á bandarískum hlutabréfamörkuðum en Dow Jones-vísitalan fór upp um 3,28 prósent og Nasdaq-vísitalan hækkaði um 3,12 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum á verðbréfamarkaði vestanhafs að menn séu almennt sammála að botni sé náð á mörkuðum. Litlu skipti hvort John McCain eða Barack Obama vinni því báðir hafi þeir lagt áherslu á að koma í veg fyrir hrun á fjármálamörkuðum. Einmitt af þessum sökum hafi fjárfestar lokað augunum fyrir fremur neikvæðum tölum, sem bendi til mikils samdráttar í bandarísku hagkerfi. Hlutabréfavísitölur risu talsvert víða um heim, eins og áður sagði. Nikkei-vísitalan í Kauphöllinni í Japan skaust upp um 6,27 prósent, FTSE-vísitalan í Bretlandi fór upp úm 4,42 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um fimm prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi fór upp um 4,62 prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér lækkaði á sama tíma um 1,32 prósent. Þá var sömuleiðis góð uppsveifla á bandarískum hlutabréfamörkuðum en Dow Jones-vísitalan fór upp um 3,28 prósent og Nasdaq-vísitalan hækkaði um 3,12 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira