Lesið hátt á kaffihúsum 4. desember 2008 06:00 Hjörleifur Sveinbjörnsson les úr úrvali sínu kínversku á efri hæð Bókabúðar MM í kvöld. Nú er títt og hátt lesið úr nýútkomnum bókum á kaffihúsum: í kvöld verður upplestrarkvöld kl. 20 á Café Loka á Lokastíg. Vilborg Dagbjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Auður Ólafsdóttir les upp úr bók sinni Afleggjarinn, sem tilnefnd er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009 og kom út í fyrra. Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona les upp úr splunkunýjum krimma Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur Hvar er systir mín? og metsölubókinni Borða, biðja, elska. Helgi Guðmundsson les upp úr bók sinni Til baka. Þar segir Helgi frá hörmulegri eigin reynslu, en fléttar inn í hana efni og persónum sem eru hreinn skáldskapur. Á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg verður næstsíðasti upplesturinn í upplestraröð Forlagsins undir heitinu „Gleymdu þér andartak". Les Hjörleifur Sveinbjörnsson úr þýðingasafninu Apakóngur á silkiveginum sem bókmenntir.is sögðu að væri „eins og að komast í fjársjóðskistu ... og einn feitasti fengurinn í þessari bókavertíð." Þá flaug Eiríkur Örn Norðdahl fyrirvaralaust alla leið frá Helsinki til að flytja hljóðaljóð úr bókinni Ú á fasismann auk þess sem hann les úr þýðingum sínum á ljóðum Allens Ginsberg sem komu út í safninu Maíkonungurinn. Lesið verður úr Leitinni að barninu í gjánni eftir Guðberg Bergsson og Bara gaman eftir Guðrúnu Helgadóttur. Að lokum les Guðjón Friðriksson úr umdeildri bók sinni Sögu af forseta þar sem fjallað er um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú er títt og hátt lesið úr nýútkomnum bókum á kaffihúsum: í kvöld verður upplestrarkvöld kl. 20 á Café Loka á Lokastíg. Vilborg Dagbjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Auður Ólafsdóttir les upp úr bók sinni Afleggjarinn, sem tilnefnd er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009 og kom út í fyrra. Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona les upp úr splunkunýjum krimma Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur Hvar er systir mín? og metsölubókinni Borða, biðja, elska. Helgi Guðmundsson les upp úr bók sinni Til baka. Þar segir Helgi frá hörmulegri eigin reynslu, en fléttar inn í hana efni og persónum sem eru hreinn skáldskapur. Á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg verður næstsíðasti upplesturinn í upplestraröð Forlagsins undir heitinu „Gleymdu þér andartak". Les Hjörleifur Sveinbjörnsson úr þýðingasafninu Apakóngur á silkiveginum sem bókmenntir.is sögðu að væri „eins og að komast í fjársjóðskistu ... og einn feitasti fengurinn í þessari bókavertíð." Þá flaug Eiríkur Örn Norðdahl fyrirvaralaust alla leið frá Helsinki til að flytja hljóðaljóð úr bókinni Ú á fasismann auk þess sem hann les úr þýðingum sínum á ljóðum Allens Ginsberg sem komu út í safninu Maíkonungurinn. Lesið verður úr Leitinni að barninu í gjánni eftir Guðberg Bergsson og Bara gaman eftir Guðrúnu Helgadóttur. Að lokum les Guðjón Friðriksson úr umdeildri bók sinni Sögu af forseta þar sem fjallað er um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar.
Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira