Brettadramað um Óþelló 4. desember 2008 06:00 Óvenjuleg sýning á Óþelló sem dregur saman bmx-glæfra, bretti og framtíðarútgáfu af klassísku leikverki. Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ívars Arnars Sverrissonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sérfræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vinsældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heimsins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífldirfsku á hörðum flötum asfaltsins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópurinn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins. Grænlendingar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Grænlandshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdemónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyrirhuguð á verkinu hér í Reykjavík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ívars Arnars Sverrissonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sérfræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vinsældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heimsins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífldirfsku á hörðum flötum asfaltsins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópurinn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins. Grænlendingar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Grænlandshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdemónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyrirhuguð á verkinu hér í Reykjavík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira